Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 23:35 Lögreglan lokaði miðborg Barselóna í um 6 klukkustundir meðan hún rannsakaði vettvang árásarinnar. Vísir/getty Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent