Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 23:15 Hinn fertugi Mayweather virkar í mjög góðu formi. vísir/getty Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15
Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02
Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00
Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30
Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00