Kvika hagnast um tæpan milljarð á fyrri árshelmingi Hörður Ægisson skrifar 18. ágúst 2017 15:04 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira