Innlent

Sveinn Gestur í áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní.
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. vísir
Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Sveinn er grunaður um að hafa ráðið manni bana á heimili hans í Mosfellsdal í júní. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 8.júní.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins ætli að kæra úrskurðinn til hæstaréttar. Sveinn Gestur hefur neitað því alfarið að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Gæsluvarðhaldið rennur út 31.ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×