Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Þjóðarsorg ríkir nú á Spáni vegna hryðjuverkaárásarinnar. Nordicphotos/AFP Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent