Búrfellsgjá er vel þekkt og meðal vinsælli útivistarsvæða í nágrenni borgarinnar. Færri vita um aðra hrauntröð, sem gengur til norðvesturs í framhaldi af Búrfellsgjá. Hún heitir Selgjá, liggur samsíða Vífilsstaðahlíð, en þar var um aldir stundaður seljabúskapur frá ellefu bæjum á Álftanesi.

„Þessar minjar eru sérstaklega friðlýstar og ég held að ég sé búin að skrá áttatíu fornleifar inni í þessari gjá,“ segir Ragnheiður.
Einn af hennar uppáhaldsstöðum er Þorsteinshellir, sem var nýttur sem fjárhellir. Þar hefur verið hlaðið í kringum innganginn og gerðar tröppur niður í hellinn.
Þáttinn um Selgjá má sjá hér að neðan.