Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:15 Ösp er flutt heim eftir fimm ára búsetu í London. Vísir/GVA Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum. Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum.
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira