Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 10:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira