Körfubolti

Draumurinn hefur áhuga á að eignast Houston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hakeem „The Dream“ Olajuwon lék með Houston á árunum 1984-2001.
Hakeem „The Dream“ Olajuwon lék með Houston á árunum 1984-2001. vísir/getty
Hakeem Olajuwon hefur áhuga á að eignast hlut í Houston Rockets.

Leslie Alexander setti félagið á sölu í síðasta mánuði en hann hefur átt það frá árinu 1993.

Á dögunum lýsti Dikeme Motombo yfir áhuga sínum á að eignast Houston. Og nú hefur annar fyrrverandi miðherji liðsins bæst í hóp þeirra sem hafa áhuga á að eignast hlut í Houston.

„Ég er í sambandi við tvo hópa og við erum að kanna stöðuna. Það yrði frábært að vera hluthafi,“ sagði Olajuwon sem er sendiherra hjá Houston í dag.

Olajuwon lék með Houston á árunum 1984-2001 og leiddi liðið til NBA-meistaratitils 1994 og 1995. Það eru einu titlarnir sem Houston hefur unnið.

Olajuwon er leikja-, stiga- og frákastahæstur í sögu Houston og er jafnan talinn besti leikmaður í sögu félagsins.

NBA

Tengdar fréttir

Mutombo vill kaupa Rockets

NBA-goðsögnin Dikembe Mutombo vill eignast félag í NBA-deildinni og leitar nú að sterkum fjárfestum sem vilja kaupa Houston Rockets með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×