Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 07:31 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí. Trump var ekki skemmt. Vísir/EPA Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18