Íslenska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Vísir/GVA Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira