Þýska stálið til bjargar Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Þar sem ég sit í vinnunni horfi ég á einhver furðulegustu gönguljós borgarinnar, ljósin yfir Miklubraut sem flestir ættu að kannast við. Nema að í bíllausa mánuðinum sem ég er í þessa daga nota ég þessi ljós merkilega mikið. Og viti menn, þau hafa sjálfstæðan vilja. Það er aldrei neinn að ýta á takkann til að fá græna kallinn heldur gera þau það sjálf. Hægja þar með á umferðinni og liðka alls ekkert fyrir – nema síður sé. Hvar sem er í heiminum hefði verið sett upp göngubrú. Sums staðar þar sem maður fer yfir götur úti í hinum stóra heimi eru brýrnar ekkert sérstaklega flóknar eða flottar. Bara einfaldar og þægilegar, svona til að greiða fyrir umferðinni. Umferðarmannvirki þurfa nefnilega ekkert endilega að kosta 16 trilljarða. Það er alveg hægt að rigga upp svona brú fyrir nokkrar kúlur. Íslendingar eru flestir #teamEinkabíllinn og aka út um allt. Það gerði ég líka þar til í upphafi mánaðarins þegar ég byrjaði að taka strætó og hjóla. Það er fínt að hjóla og enn betra að nota strætó. Gallinn við Strætó er samt leiðakerfið. Í Berlín er maður hálftíma að öllu, með nánast hvaða samgönguleið sem er. Hér er maður fjóra klukkutíma að komast á milli borgarhluta. Ég veit ekki hvernig maður setur upp leiðakerfi en væri ekki sniðugt að hringja í einhvern snilling frá Þýskalandi og láta hann rigga upp eins og einu stórkostlegu kerfi. Hann gæti þá tekið umferðarljósin líka í gegn. Því ljós með sjálfstæðan vilja geta ekki verið góð eða til gagns. Til hvers að stoppa umferð? Það gengur ekki upp. Og ég er ekki stærðfræðingur en ég veit að þýski leiðakerfisgaurinn – hann er það pottþétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þar sem ég sit í vinnunni horfi ég á einhver furðulegustu gönguljós borgarinnar, ljósin yfir Miklubraut sem flestir ættu að kannast við. Nema að í bíllausa mánuðinum sem ég er í þessa daga nota ég þessi ljós merkilega mikið. Og viti menn, þau hafa sjálfstæðan vilja. Það er aldrei neinn að ýta á takkann til að fá græna kallinn heldur gera þau það sjálf. Hægja þar með á umferðinni og liðka alls ekkert fyrir – nema síður sé. Hvar sem er í heiminum hefði verið sett upp göngubrú. Sums staðar þar sem maður fer yfir götur úti í hinum stóra heimi eru brýrnar ekkert sérstaklega flóknar eða flottar. Bara einfaldar og þægilegar, svona til að greiða fyrir umferðinni. Umferðarmannvirki þurfa nefnilega ekkert endilega að kosta 16 trilljarða. Það er alveg hægt að rigga upp svona brú fyrir nokkrar kúlur. Íslendingar eru flestir #teamEinkabíllinn og aka út um allt. Það gerði ég líka þar til í upphafi mánaðarins þegar ég byrjaði að taka strætó og hjóla. Það er fínt að hjóla og enn betra að nota strætó. Gallinn við Strætó er samt leiðakerfið. Í Berlín er maður hálftíma að öllu, með nánast hvaða samgönguleið sem er. Hér er maður fjóra klukkutíma að komast á milli borgarhluta. Ég veit ekki hvernig maður setur upp leiðakerfi en væri ekki sniðugt að hringja í einhvern snilling frá Þýskalandi og láta hann rigga upp eins og einu stórkostlegu kerfi. Hann gæti þá tekið umferðarljósin líka í gegn. Því ljós með sjálfstæðan vilja geta ekki verið góð eða til gagns. Til hvers að stoppa umferð? Það gengur ekki upp. Og ég er ekki stærðfræðingur en ég veit að þýski leiðakerfisgaurinn – hann er það pottþétt.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun