Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira