TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 11:00 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Andri Marinó Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti