Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 17:42 Um 163 þúsund manns búa á Gvam. Vísir/AFP Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Norður-Kórea Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur.
Norður-Kórea Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira