Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 10:53 Slökkt hefur verið á brennsluofninum undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni. United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni.
United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda