Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 10:53 Slökkt hefur verið á brennsluofninum undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni. United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni.
United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00