Að duga eða drepast fyrir Chris Weidman Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Weidman eftir þriðja tapið í röð. Vísir/Getty Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti. MMA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum. Í júlí 2013 kom Chris Weidman öllum á óvart þegar hann rotaði goðsögnina Anderson Silva í 2. lotu. Fram að þessu hafði Anderson Silva unnið alla 16 bardaga sína í UFC á meðan þetta var aðeins tíundi bardagi Weidman á ferlinum. Weidman mætti Anderson Silva aftur í endurati og fór aftur með sigur af hólmi en í þetta sinn eftir fótbrot Silva. Hann hélt brasilísku sigurgöngunni áfram með því að vinna þá Lyoto Machida og Vitor Belfort. Síðan þá hefur fallið verið hratt. Weidman tapaði fyrir Luke Rockhold í desember 2015 og tapaði þar með millivigtarbeltinu sem hann vann af Anderson Silva. Þetta var hans fyrsta tap á ferlinum í MMA og hefur honum ekki enn tekist að rétta úr kútnum. Weidman átti að fá annað tækifæri gegn Rockhold í maí 2016 en tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Weidman. Michael Bisping kom inn í hans stað og sáum við einhver óvæntustu úrslit allra tíma þegar hann rotaði Luke Rockhold. Bisping er enn með beltið og hefur valdatíð hans í millivigtinni verið ansi furðuleg. Weidman fékk erfiðan bardaga í endurkomu sinni þegar hann mætti Yoel Romero í nóvember í fyrra. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann en át fljúgandi hné frá Romero í 3. lotu. Það sem verra var að bardaginn fór fram í Madison Square Garden í New York en þar hafði Weidman dreymt um að berjast í áraraðir. Vandræðin héldu áfram er hann mætti Gegard Mousasi í Buffalo í New York. Dómarinn taldi að Weidman hefði fengið ólöglegt hné í höfuðið og gerði hlé á bardaganum. Dómarinn fékk síðar þær upplýsingar að höggin hefðu verið lögleg en á sama tíma hafði læknir úrskurðað Weidman ófæran um að halda áfram. Í fyrstu hélt Weidman að hann væri að fara að vinna þar sem Mousasi yrði dæmdur úr leik. Þess í stað var Mousasi krýndur sigurvegari enda var Weidman talinn ófær um að halda áfram eftir lögleg hnéspörk. Þriðja tapið í röð staðreynd. Það yrði enn eitt áfallið ef Weidman tapar fjórða bardaganum í röð og hreinlega verður hann að vinna í kvöld. Kelvin Gastelum hefur verið á góðu skriði undanfarið og verður erfitt próf fyrir Weidman. Gastelum er aðeins 25 ára og hefur litið vel út í millivigtinni eftir að hann færði sig þar upp. Kapparnir mætast í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Long Island í kvöld. Þetta verður þriðji bardagi Weidman í röð í New York og enn á hann eftir að næla sér í sigur í sínu heimaríki. Það má því segja að það sé að duga eða drepast fyrir Weidman ef hann ætlar að koma sér fljótt aftur í titilbaráttuna. Hann mun sennilega halda starfi sínu í UFC þrátt fyrir tap en vegurinn að titlinum yrði ansi langur eftir fjögur töp í röð. Sigur yrði mikill léttir fyrir Weidman en verður ekki nóg til að sýna að hann sé aftur orðinn sami maður og var besti millivigtarmaður heims. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í nótt þar sem fjórir bardagar verða á dagskrá. Bein útsending hefst á miðnætti.
MMA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira