Erlent

Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Frá norður-kóresku höfuðborginni Pyongyang.
Frá norður-kóresku höfuðborginni Pyongyang. Vísir/Getty
Talið er að yfirvöld í Norður Kóreu búi yfir meira magni af efni sem notað er til gerðar kjarnorkusprengja en upphaflega var áætlað. Washington Times  greinir frá. 

Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 

Vísað er í skýrslu 38 North, sem sérhæfir sig í gagnaupplýsingum um það sem gerist innan landamæra landsins. 

Rannsóknarstofa geislaefna hefur starfað slitrótt undanfarið og talið er að það hafi að minnsta kosti verið tvær herferðir, sem ekki voru kynntar, til að framleiða meira plútóníum. Meiri hiti hefur mælst á svæðinu en vanalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×