„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 13:00 Stelpurnar voru mikið í fjölmiðlum heima áður en þær fóru út og voru orðnar vanar. vísir/tom Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30