Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:00 Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira