Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Belgía 85-70 | Strákarnir kvöddu með sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2017 19:45 Elvar Már Friðriksson átti góða innkomu. Vísir/Andri Marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00