England er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar, en leikið var í Deventer í Hollandi í kvöld.
Frakkar voru í riðli með okkur Íslendingum, en Frakkland vann 1-0 sigur í viðurreign liðanna með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.
Staðan í kvöld var markalaus allt þangað til á 60. mínútu þegar Jodie Taylor, framherji Englendinga, sem tók vel við boltanum og kláraði færið vel inn í vítateig Frakka.
Þetta var fimmta mark Jodie á mótinu, en þetta var fyrsta færið hennar í þessum leik og þufrti hún bara eitt færi til þess að skjóta Englendingum í undanúrslit.
Englendingar mæta í undanúrslitunum heimastúlkunum í Hollandi, en leikurinn fer fram á fimmtudag.
Leikið verður í Enschede í Hollandi, en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Danmörk og Austurríki.
Jodie Taylor skaut Frökkum úr keppni
