Helmingur sveitarfélaganna ætlar ekki að kaupa af Íbúðalánasjóði Sæunn Gísladóttir skrifar 10. júlí 2017 06:00 Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum Íbúðalánasjóðs. vísir/pjetur Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira