Þjóðin áfram í partígír Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 06:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Markvörðurinn öflugi er klár í slaginn fyrir átökin í Hollandi. vísir/vilhelm „Eftirvæntingin er orðin ótrúlega mikil. Ég var að máta ferðadressið okkar í gær og taka eina „selfie“,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en stelpurnar okkar æfðu á Laugardalsvellinum í gær eftir skemmtilega helgi á Selfossi þar sem var æft og farið í mikið hópefli. „Við erum búnar að fá töskur þannig að mér finnst ég tilbúin til að pakka niður og fara. Þannig var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ segir Guðbjörg og hlær en spenningurinn í loftinu var mikill á æfingunni í gær enda var þá slétt vika í fyrsta leik á móti Frakklandi. Íslenska liðið heldur utan á föstudaginn og verður mikið húllumhæ í Leifsstöð þegar stelpurnar verða kvaddar.Gott að fá æfingar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tók þá ákvörðun að spila ekki vináttuleiki í þessum mánuði heldur nýta allan tímann eftir að liðið kom saman til æfinga. Guðbjörg skildi þessa ákvörðun og er mjög sammála henni núna. „Ef maður tekur ákvörðun verður þú að lifa með henni. Ef við værum að spila leik þá værum við gíraðar í það. Ég var persónulega mjög ánægð með að fá þessar æfingar. Varnarmennirnir mínir spila ekki með mér í félagsliðum. Við erum allar hver í sínu liðinu þannig að þetta er dýrmætur tími sem við fáum. Við getum gert mistök á æfingum og séð hvað við þurfum að bæta. Þegar maður er að spila er maður meira að hugsa um að vinna leikinn,“ segir Guðbjörg en dagarnir eru þó ekki margir sem Freyr hefur fengið með stelpunum. „Við þurfum að nýta æfingarnar vel. Þó að þetta sé „langur“ tími þá er þetta ekkert hrikalega mikið af æfingum. Við þurfum að nýta hverja einustu æfingu til að fara yfir öll smáatriði og ná þessari tengingu á milli markvarðar, varnar og miðju.“Mega ekki vera hræddar Íslenska landsliðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarin misseri. Freyr og stelpurnar eru fyrir löngu orðin þreytt á þessu en áfram halda meiðslin að detta inn. Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, tognaði í síðasta leik Blika áður en kom að EM-fríinu og er óttast að hún missi allavega af fyrsta leiknum á móti Frakklandi á þriðjudaginn í Tilburg. Þrátt fyrir að enginn vilji meiðast þýðir samt ekkert að hugsa of mikið um það, segir Guðbjörg, það er bara hættulegra ef eitthvað er. „Við erum mjög meðvitaðar um að lítil tognun getur skemmt keppnina fyrir leikmönnum. Þá er þetta bara búið. Málið er bara að ef þú ferð hrædd inn á æfingu er miklu meiri séns á að þú verðir fyrir meiðslum. Við förum alveg inn í návígi á æfingum þó við gerum það ekki á heimskulegan hátt. Það þarf að finna jafnvægi í þessu öllu,“ segir markvörðurinn.Fyllist þjóðarstolti Áhuginn á íslenska liðinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Stelpurnar eru úti um allt á veggspjöldum og í viðtölum, þær eru stöðvaðar úti á götu og þeim óskað velfarnaðar og ungir fótboltakrakkar flykkjast að þeim til að fá eiginhandaráritanir þegar það er í boði. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu okkar. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partíi. Núna erum þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg en íslenskir stuðningsmenn verða líklega fjölmennastir allra á EM í Hollandi.Halda frekar með Íslandi „Það er geggjað að það séu svona margir Íslendingar að koma með út. Við höfum aldrei spilað erlendis fyrir framan svona marga Íslendinga. Þessir litlu hlutir í leikjum geta alveg fallið með okkur vegna þrýstings úr stúkunni. Kannski fellur einhver inni í teig og dómarinn er að spá í hvort þetta sé víti og sér svo 3.000 tryllta Íslendinga öskra „penalty“ þá gætum við alveg fengið víti út af því,“ segir Guðbjörg sem verður líka vör við áhuga á liðinu og velvilja að utan. „Það er fullt af útlendingum sem koma til mín og eru að segja að við séum alveg geggjuð og spyrja hvað sé að gerast á Íslandi. Við erum ekki bara að fá athygli á Íslandi. Það er fullt af Svíum sem finnst við geggjuð og það eru alveg Svíar með mér í liði og fleiri sem ég þekki úti sem halda með okkur frekar en Svíþjóð,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
„Eftirvæntingin er orðin ótrúlega mikil. Ég var að máta ferðadressið okkar í gær og taka eina „selfie“,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en stelpurnar okkar æfðu á Laugardalsvellinum í gær eftir skemmtilega helgi á Selfossi þar sem var æft og farið í mikið hópefli. „Við erum búnar að fá töskur þannig að mér finnst ég tilbúin til að pakka niður og fara. Þannig var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ segir Guðbjörg og hlær en spenningurinn í loftinu var mikill á æfingunni í gær enda var þá slétt vika í fyrsta leik á móti Frakklandi. Íslenska liðið heldur utan á föstudaginn og verður mikið húllumhæ í Leifsstöð þegar stelpurnar verða kvaddar.Gott að fá æfingar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tók þá ákvörðun að spila ekki vináttuleiki í þessum mánuði heldur nýta allan tímann eftir að liðið kom saman til æfinga. Guðbjörg skildi þessa ákvörðun og er mjög sammála henni núna. „Ef maður tekur ákvörðun verður þú að lifa með henni. Ef við værum að spila leik þá værum við gíraðar í það. Ég var persónulega mjög ánægð með að fá þessar æfingar. Varnarmennirnir mínir spila ekki með mér í félagsliðum. Við erum allar hver í sínu liðinu þannig að þetta er dýrmætur tími sem við fáum. Við getum gert mistök á æfingum og séð hvað við þurfum að bæta. Þegar maður er að spila er maður meira að hugsa um að vinna leikinn,“ segir Guðbjörg en dagarnir eru þó ekki margir sem Freyr hefur fengið með stelpunum. „Við þurfum að nýta æfingarnar vel. Þó að þetta sé „langur“ tími þá er þetta ekkert hrikalega mikið af æfingum. Við þurfum að nýta hverja einustu æfingu til að fara yfir öll smáatriði og ná þessari tengingu á milli markvarðar, varnar og miðju.“Mega ekki vera hræddar Íslenska landsliðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarin misseri. Freyr og stelpurnar eru fyrir löngu orðin þreytt á þessu en áfram halda meiðslin að detta inn. Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, tognaði í síðasta leik Blika áður en kom að EM-fríinu og er óttast að hún missi allavega af fyrsta leiknum á móti Frakklandi á þriðjudaginn í Tilburg. Þrátt fyrir að enginn vilji meiðast þýðir samt ekkert að hugsa of mikið um það, segir Guðbjörg, það er bara hættulegra ef eitthvað er. „Við erum mjög meðvitaðar um að lítil tognun getur skemmt keppnina fyrir leikmönnum. Þá er þetta bara búið. Málið er bara að ef þú ferð hrædd inn á æfingu er miklu meiri séns á að þú verðir fyrir meiðslum. Við förum alveg inn í návígi á æfingum þó við gerum það ekki á heimskulegan hátt. Það þarf að finna jafnvægi í þessu öllu,“ segir markvörðurinn.Fyllist þjóðarstolti Áhuginn á íslenska liðinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Stelpurnar eru úti um allt á veggspjöldum og í viðtölum, þær eru stöðvaðar úti á götu og þeim óskað velfarnaðar og ungir fótboltakrakkar flykkjast að þeim til að fá eiginhandaráritanir þegar það er í boði. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu okkar. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partíi. Núna erum þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg en íslenskir stuðningsmenn verða líklega fjölmennastir allra á EM í Hollandi.Halda frekar með Íslandi „Það er geggjað að það séu svona margir Íslendingar að koma með út. Við höfum aldrei spilað erlendis fyrir framan svona marga Íslendinga. Þessir litlu hlutir í leikjum geta alveg fallið með okkur vegna þrýstings úr stúkunni. Kannski fellur einhver inni í teig og dómarinn er að spá í hvort þetta sé víti og sér svo 3.000 tryllta Íslendinga öskra „penalty“ þá gætum við alveg fengið víti út af því,“ segir Guðbjörg sem verður líka vör við áhuga á liðinu og velvilja að utan. „Það er fullt af útlendingum sem koma til mín og eru að segja að við séum alveg geggjuð og spyrja hvað sé að gerast á Íslandi. Við erum ekki bara að fá athygli á Íslandi. Það er fullt af Svíum sem finnst við geggjuð og það eru alveg Svíar með mér í liði og fleiri sem ég þekki úti sem halda með okkur frekar en Svíþjóð,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira