Viðskipti erlent

Fjárfestar óttast slæmt gengi Snapchat

Sæunn Gísladóttir skrifar
Evan Spiegel, forstjóri Snap, þykir reynslulítill stjórnandi.
Evan Spiegel, forstjóri Snap, þykir reynslulítill stjórnandi. vísir/afp
Skráning móðurfélags samfélagsmiðilsins Snapchat á markað var ein stærsta hlutabréfafrétt í Bandaríkjunum á þessu ári. Síðan þá hefur gengi hlutabréfanna í Snap þó tekið dýfu og var um eftirmiðdaginn í gær 15,3 dollarar, töluvert undir 17 dollara skráningargenginu.

CNN greinir frá því að fjárfestar hafi áhyggjur af slæmu gengi fyrirtækisins á markaði. Notendum fjölgar nú hægar en áður og hefur helsti keppinautur miðilsins, Facebook, bætt við fleiri tólum sem líkjast töluvert Snapchat. Snap hefur enn ekki náð að sýna fram á hagnað en á fyrsta ársfjórðungi sem félagið var skráð tapaði það 2 milljörðum dollara. Á sama tíma hefur hagnaður Facebook aukist og gengi bréfa í fyrirtækinu hækkað töluvert undanfarið.

Fjárfestar óttast að næg nýsköpun eigi sér ekki stað innan Snap, sem geri það að verkum að Facebook geti stolið notendum frá samfélagsmiðlinum með því að bjóða upp á svipaða þjónustu á sínum miðli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×