Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. Hún kostaði aftur á móti sitt. vísir/auðunn Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30