Haukur Páll: Hann tók náttúrulega aldrei boltann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:08 Haukur Páll í leiknum í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00