„Mér fannst það vera betra þegar það var búið að teygja þá almennilega og liðka þá til þá eru þeir helvíti góðir. Þegar þeir koma samt úr plastinu þá eru þeir handónýtir. Þeir eru það þröngir,“ segir Gunnar.
„Það er sem betur fer hægt að liðka þá vel til. Ég er með meiri tilfinningu fyrir höndunum á mér í þessum hönskum,“ segir Gunnar sem mun heldur ekki vefja á sér hendurnar en væri hann til í að sleppa hönskunum bara?
„Það væri í rauninni langsamlega best.“
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.