Lagði mikið á sig til að ná EM Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 08:00 Sandra María Jessen á hóteli íslenska liðsins í Ermelo. vísir/tom Fáir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru eflaust þakklátari fyrir að vera komnir á EM í Hollandi en Akureyringurinn Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Sandra sleit nefnilega krossband á Algarve-mótinu í mars og datt þá fæstum í hug að hún yrði í lokahópnum fyrir EM. Þessi öflugi framherji meiddist í leik á móti Noregi en myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Löppin á Söndru fór alveg í keng og kom í ljós að krossband var slitið. En samt er hún mætt til Hollands. Sandra var orðin stjarna í íslenskum fótbolta ung að aldri en hún var lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012. Hún var svo sannarlega í myndinni fyrir lokahópinn á EM 2013 en meiddist þá og missti af mótinu. Því er það enn merkilegra fyrir hana að hafa ekki misst af öðru mótinu í röð.Sandra María á æfingu íslenska liðsins í Ermelo.vísir/tomMikil vinna „Það er rosalega gaman að vera komin hingað. Ég er virkilega sátt þar sem ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Ég missti af EM síðast út af meiðslum. Ég hef stefnt að þessu lengi. Að vera komin hingað og búin að ná markmiðinu og draumnum að koma á svæðið þá er ennþá meiri eftirvænting og vilji til að gera vel á mótinu sjálfu. Ég er ánægð og spennt,“ segir Sandra María sem áttar sig á áhyggjum fólks sem sáu atvikið í apríl. „Þetta leit ekki vel út og ég held að allir sem að sáu atvikið á móti Noregi hafi hugsað að ég væri ekki að fara að ná EM. Það kom auðvitað upp í hugann þar sem ég hugsaði: „Fokk, þetta er EM-ár og þetta er búið, nákvæmlega eins og gerðist síðast“.“ Sandra hitti bæklunarlækni sem sagði henni að „bara“ aftara krossbandið væri slitið. Það var því smá möguleiki á að ná Evrópumótinu og norðankonan gerði allt til þess að komast með. „Ég greip tækifærið strax og ákvað að gefa allt sem ég gat til að komast hingað. Ég er því rosalega stolt og ánægð að vera komin hingað með hópnum,“ segir Sandra María sem lagði mikið á sig til að ná þessum ótrúlega bata. „Þetta var rosalega mikil vinna. Ég þurfti að vera dugleg og samviskusöm og tilbúin að taka því sem kom upp á og reikna með bakslögum. Sem betur fer gekk þetta hraðar en talið var. Það að fá engin bakslög var líka sigur fyrir mig því hver vika skipti máli upp á að ná EM.“Sandra María sleit aftara krossband í apríl.vísirBeðið eftir þessu lengi Stelpurnar okkar fengu svakalegar kveðjur í Leifsstöð á föstudaginn áður en þær flugu til Hollands. Múgur og margmenni mætti til að kveðja stelpurnar og óska þeim alls hins besta. Fjölmargir leikmenn liðsins og þjálfarar hafa viðurkennt að þetta var meira en hópurinn bjóst við og þetta snerti leikmennina. „Ég held að við séum enn þá að reyna að átta sig á þessu. Ég sjálf var ekki búin að ná þessu fyrr en ég vaknaði daginn eftir og fór að heyra ensku á hótelinu. Þetta er samt eitthvað sem við erum búnar að bíða eftir lengi þannig það er rosalega gott að vera komin hingað og við erum virkilega spenntar,“ segir Sandra María. Fyrsti leikur liðsins er á morgun á móti Frakklandi sem er eitt allra besta lið heims og líklegur sigurvegari á mótinu. Okkar stelpur þurfa að koma sér niður á jörðina eftir allt havaríið heima og einbeita sér að leiknum og það verður ekkert mál. „Við erum alveg búnar að ná okkur niður eftir þennan fallega dag sem okkur þótti samt rosalega vænt um. Ég held að við séum allar komnar niður á jörðina og eru farnar að einbeita okkur að leiknum á móti Frakklandi. Við þurfum svo sannarlega að einbeita okkur að þeim leik ef við ætlum að eiga möguleika á að vinna,“ segir Sandra María.Sandra María Jessen og stöllur hennar í Þór/KA eru á toppnum.vísir/ernirNorðlenskar fyrirmyndir Sandra María er önnur af tveimur leikmönnum hópsins sem spila með íslenskum liðum á landsbyggðinni en hin er Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV. Sandra er Akureyringur og hefur spilað allan sinn feril með Þór/KA og er eins konar stolt Akureyrar á þessu móti. Sandra er þó ekki eini Akureyringurinn í hópnum því tveir fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru einnig í íslenska liðinu. Arna og Sandra urðu Íslandsmeistarar saman árið 2012. Arna spilar nú með Val eftir árs dvöl í atvinnumennsku og Rakel er fyrirliði Breiðabliks. „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir stuðningnum að norðan sem og frá öllum landsmönnum. Það er auðvitað samt skemmtilegt og gott fyrir norðurlandið að hafa mig, Örnu Sif, Rakel og fleiri til að sýna að það er allt hægt. Þótt við búum ekki fyrir sunnan eru alveg jafnmiklir möguleikar á að við getum náð einhverjum árangri,“ segir Sandra María og bætir við: „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stelpur að hafa einhverjar til að líta upp til sem eru utan að landi. Það er bara frábært að hér eru þrjár sem eru uppaldar á Akureyri. Ég held að þetta gefi ungum stelpum mikið.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
Fáir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru eflaust þakklátari fyrir að vera komnir á EM í Hollandi en Akureyringurinn Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Sandra sleit nefnilega krossband á Algarve-mótinu í mars og datt þá fæstum í hug að hún yrði í lokahópnum fyrir EM. Þessi öflugi framherji meiddist í leik á móti Noregi en myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Löppin á Söndru fór alveg í keng og kom í ljós að krossband var slitið. En samt er hún mætt til Hollands. Sandra var orðin stjarna í íslenskum fótbolta ung að aldri en hún var lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012. Hún var svo sannarlega í myndinni fyrir lokahópinn á EM 2013 en meiddist þá og missti af mótinu. Því er það enn merkilegra fyrir hana að hafa ekki misst af öðru mótinu í röð.Sandra María á æfingu íslenska liðsins í Ermelo.vísir/tomMikil vinna „Það er rosalega gaman að vera komin hingað. Ég er virkilega sátt þar sem ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Ég missti af EM síðast út af meiðslum. Ég hef stefnt að þessu lengi. Að vera komin hingað og búin að ná markmiðinu og draumnum að koma á svæðið þá er ennþá meiri eftirvænting og vilji til að gera vel á mótinu sjálfu. Ég er ánægð og spennt,“ segir Sandra María sem áttar sig á áhyggjum fólks sem sáu atvikið í apríl. „Þetta leit ekki vel út og ég held að allir sem að sáu atvikið á móti Noregi hafi hugsað að ég væri ekki að fara að ná EM. Það kom auðvitað upp í hugann þar sem ég hugsaði: „Fokk, þetta er EM-ár og þetta er búið, nákvæmlega eins og gerðist síðast“.“ Sandra hitti bæklunarlækni sem sagði henni að „bara“ aftara krossbandið væri slitið. Það var því smá möguleiki á að ná Evrópumótinu og norðankonan gerði allt til þess að komast með. „Ég greip tækifærið strax og ákvað að gefa allt sem ég gat til að komast hingað. Ég er því rosalega stolt og ánægð að vera komin hingað með hópnum,“ segir Sandra María sem lagði mikið á sig til að ná þessum ótrúlega bata. „Þetta var rosalega mikil vinna. Ég þurfti að vera dugleg og samviskusöm og tilbúin að taka því sem kom upp á og reikna með bakslögum. Sem betur fer gekk þetta hraðar en talið var. Það að fá engin bakslög var líka sigur fyrir mig því hver vika skipti máli upp á að ná EM.“Sandra María sleit aftara krossband í apríl.vísirBeðið eftir þessu lengi Stelpurnar okkar fengu svakalegar kveðjur í Leifsstöð á föstudaginn áður en þær flugu til Hollands. Múgur og margmenni mætti til að kveðja stelpurnar og óska þeim alls hins besta. Fjölmargir leikmenn liðsins og þjálfarar hafa viðurkennt að þetta var meira en hópurinn bjóst við og þetta snerti leikmennina. „Ég held að við séum enn þá að reyna að átta sig á þessu. Ég sjálf var ekki búin að ná þessu fyrr en ég vaknaði daginn eftir og fór að heyra ensku á hótelinu. Þetta er samt eitthvað sem við erum búnar að bíða eftir lengi þannig það er rosalega gott að vera komin hingað og við erum virkilega spenntar,“ segir Sandra María. Fyrsti leikur liðsins er á morgun á móti Frakklandi sem er eitt allra besta lið heims og líklegur sigurvegari á mótinu. Okkar stelpur þurfa að koma sér niður á jörðina eftir allt havaríið heima og einbeita sér að leiknum og það verður ekkert mál. „Við erum alveg búnar að ná okkur niður eftir þennan fallega dag sem okkur þótti samt rosalega vænt um. Ég held að við séum allar komnar niður á jörðina og eru farnar að einbeita okkur að leiknum á móti Frakklandi. Við þurfum svo sannarlega að einbeita okkur að þeim leik ef við ætlum að eiga möguleika á að vinna,“ segir Sandra María.Sandra María Jessen og stöllur hennar í Þór/KA eru á toppnum.vísir/ernirNorðlenskar fyrirmyndir Sandra María er önnur af tveimur leikmönnum hópsins sem spila með íslenskum liðum á landsbyggðinni en hin er Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV. Sandra er Akureyringur og hefur spilað allan sinn feril með Þór/KA og er eins konar stolt Akureyrar á þessu móti. Sandra er þó ekki eini Akureyringurinn í hópnum því tveir fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru einnig í íslenska liðinu. Arna og Sandra urðu Íslandsmeistarar saman árið 2012. Arna spilar nú með Val eftir árs dvöl í atvinnumennsku og Rakel er fyrirliði Breiðabliks. „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir stuðningnum að norðan sem og frá öllum landsmönnum. Það er auðvitað samt skemmtilegt og gott fyrir norðurlandið að hafa mig, Örnu Sif, Rakel og fleiri til að sýna að það er allt hægt. Þótt við búum ekki fyrir sunnan eru alveg jafnmiklir möguleikar á að við getum náð einhverjum árangri,“ segir Sandra María og bætir við: „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stelpur að hafa einhverjar til að líta upp til sem eru utan að landi. Það er bara frábært að hér eru þrjár sem eru uppaldar á Akureyri. Ég held að þetta gefi ungum stelpum mikið.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30
Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30
Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45