„Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna Rannveig Davíðsdóttir í samtali við Vísi í dag.
Sunna var að vonum hæstánægð eftir sigurinn á Kelly D'Angelo í Kansas í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap D'Angelo á ferlinum, hvort sem það er í MMA eða hnefaleikum.
„Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ sagði Sunna sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður.
„Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum,“ bætti Sunna við.
Nánar verður rætt við Sunnu í Fréttablaðinu á morgun.
Sunna: Þetta er allt á réttri leið
Tengdar fréttir

Sunna sendi kveðjur til vina sinna í Glasgow
Frábær frammistaða hjá Sunnu gegn Kelly D'Angelo.

Sjáðu innslag úr bardaga Sunnu í nótt | Myndband
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakappi úr Mjölni, vann í kvöld sinn þriðja bardaga í röð og er því enn ósigruð sem atvinnumanneskja í MMA-bardagalist.

Sunna Rannveig sigraði Kelly D'Angelo
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D'Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu.

Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt
Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn.