Milljónir tóku þátt í óformlegri atkvæðagreiðslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:54 Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 30. júlí nk. vísir/afp Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus. Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus.
Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila