Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 10:52 Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30