Heimir: Við erum í eltingarleik Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2017 22:47 Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari fylgjast með frá varamannabekknum í kvöld. vísir/ernir Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00