Heimir: Við erum í eltingarleik Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2017 22:47 Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari fylgjast með frá varamannabekknum í kvöld. vísir/ernir Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00