Kim Jon-un heitir því að halda áfram „gjafasendingum“ til Bandaríkjamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:46 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreumanna í gær. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja flaugina geta borið kjarnaodd. Vísir/afp Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00
Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28