Rafræn tónlistarveisla ræst í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 11:00 Á Extreme Chill verður boðið upp á leyndardómsfullt ferðalag. Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira