Útlit fyrir enn eitt metið í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 19:00 Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira