Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 21:14 Talsmaður Tony Blair segir að ljóst sé af viðtali BBC við Chilcot að hann hafi ekki logið. Vísir/AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994. Írak Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994.
Írak Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira