Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:15 Sigga Beinteins hefur einu sinni eða tvisvar skemmt fólki á tónleikum og það leikandi. Í ár syngur hún með bandinu Babies. Vísir/Ernir „Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“ Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira