Sveiflukenndur áratugur í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:30 Haraldur Leví Gunnarsson hefur næstum í heilan áratug verið eini maðurinn við stýrið hjá útgáfufyrirtækinu Record Records. Vísir/Ernir Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira