Byggðir landsins ólíkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:45 „Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni,“ segir Hilda Jana. Mynd/Guðrún Hrönn Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“ Fjölmiðlar Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“
Fjölmiðlar Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira