Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 10:51 Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira