Despacito virðist hafa hleypt lífi í efnahag Púertó Ríkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 18:48 Luis Fonsi ræðir vinsældir lagsins Despacito í New York í maí síðastliðnum. Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira