Íslenska landsliðið í taekwondo hefur lokið keppni á HM sem fram fór í Suður-Kóreu. Ísland átti þrjá keppendur á mótinu.
Þau Meisam Rafiei, Kristmundur Gíslason og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd.
Meisam keppti fyrsta daginn og barðist fyrsta bardagann á móti keppanda frá Panama. Meisam sigraði bardagann örugglega 12-0.
Næsti bardagi hjá honum var gegn sterkum, enskum keppanda. Meisam var yfir í byrjun en svo komst Englendingurinn yfir. Bardaginn endaði 13-9 fyrir Englandi.
Næst keppti Ingibjörg en hún keppti við keppanda frá Kúbu. Ingibjörg byrjaði vel og var yfir meirihluta bardagans. Sú kúbverska komst hins vegar yfir þegar lítið var eftir af bardaganum og sigraði, 7-5.
Þá var komið að Kristmundi en hann keppti við keppanda frá Noregi. Kristmundur komst yfir snemma í bardaganum og var hann jafn alveg þar til í lok bardagans þegar Norðmaðurinn komst yfir. Bardaginn endaði 4-11 Noregi í vil.
Heimsmeistaramótið er haldið á tveggja ára fresti. Í ár var það haldið í stórglæsilegri aðstöðu sem er kölluð Taekwondowon en það er nútímalegt þorp sem er búið sérstaklega til fyrir taekwondo.
Þetta heimsmeistaramót er það stærsta í sögu íþróttarinnar en tæplega 1.000 keppendur frá 183 löndum tóku þátt á mótinu sem þótti hið glæsilegasta. Mikið var um spennandi viðureignir og nýjar kynslóðir að koma upp.
Íslendingar kepptu á HM í taekwondo
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
