Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 12:00 KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45