Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 12:00 KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45