Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson, skera köku á blaðamannafundinum í gær. Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson fylgist með aðförunum. vísir/anton Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira