Valinn fyrstur en klúðraði málunum skemmtilega á Instagram Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 10:30 Markelle Fultz er mættur til 76ers. Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017 NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017
NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00