Langfallegasti Gló-staðurinn er í Danmörku Guðný Hrönn skrifar 27. júní 2017 09:30 Solla hélt foropnun fyrir dönsku pressuna á dögunum og þá myndaðist mikil spenna. Mynd/Klix Kommunikation Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“ Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“
Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira